„Varist hættulegan lýðskrumara“

AFP

Bandaríska dagblaðið USA Today hefur aldrei tekið afstöðu með forsetaframbjóðanda fyrr en nú. Í leiðara blaðsins í dag eru lesendur beðnir um að varast hættulegan lýðskrumara og segja nei við Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana. 

Í dagblaðinu, sem er eitt mest lesna blað Bandaríkjanna, segir að blaðið hafi aldrei áður í 34 ára sögu sinni, séð ástæðu til þess að blanda sér í kosningabaráttu fyrr en nú. Það sé samdóma álit ritstjórnarteymi USA Today að Donald Trump sé ófær um að gegna embætti forseta.

Dagblaðið birtir lista í átta liðum sem ákvörðun blaðsins er útskýrð. Má þar nefna, lýðskrumari, rað-lygari og illa búinn herforingi.

Hinsvegar hafi ritstjórnarteymið ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, og styðji hana því ekki formlega. Hins vegar séu minni líkur á að hún ógni þjóðaröryggi þó svo hún misstígi sig.

USA Today er eitt fjölmargra dagblaða til þess að vara við Trump. Má þar nefna íhaldsblöð sem hingað til hafa stutt forsetaframbjóðendur repúblikana, svo sem Arizona Republic, Cincinnati Enquirer og Dallas Morning News. Afar mjótt er á munum milli Clinton og Trump en Clinton er með 2,9% forskot á Trump.

USA Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert