Beittu táragasi á mótmælendur

Táragasi var beitt í Calais í dag.
Táragasi var beitt í Calais í dag. AFP

Franska lögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni á flóttamenn og aðgerðasinna sem reyndu að standa fyrir mótmælagöngu þrátt fyrir bann í Calais í dag.

Mótmælin áttu að fara fram við flóttamannabúðir sem eru nefndar „Jungle“ í daglegu tali. Loka á búðunum í vetur. Yfirvöld í Calais bönnuðu mótmælin og voru aðgerðarsinnar mjög ósáttir við þá ákvörðun yfirvalda.

Þrír lögregluþjónar slösuðust eftir grjótkast frá mótmælendum en átökin stóðu yfir í um þrjár klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum. Samtök lögreglumanna hafa hins var aðra sögu að segja en samkvæmt þeim slösuðust tíu lögreglumenn og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. Sjö lögreglubílar skemmdust. Ljósmyndari AFP meiddist einnig eftir að hafa fengið grjót í sig.

Yfirvöld í Calais segja að um 200 aðgerðarsinnar úr samtökunum No Borders og flóttamenn hafi komið saman við búðirnar og kastað grjóti í lögreglu. Margir aðgerðarsinnanna eru Bretar en flestir flóttamennirnir sem halda til í búðunum vilja komast yfir Ermarsundið til Bretlands en bresk yfirvöld neita að taka á móti þeim. 

Franska óeirðarlögreglan í Calais í dag.
Franska óeirðarlögreglan í Calais í dag. AFP
Bresk yfirvöld vilja ekki taka á móti flóttafólkinu en flestir …
Bresk yfirvöld vilja ekki taka á móti flóttafólkinu en flestir aðgerðarsinnarnir eru Bretar. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert