Clinton vinsælli en Trump

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur bætt við sig fylgi undanfarna daga en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag nýtur hún stuðnings 43,8% kjósenda en Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, er með 40,9% fylgi. Frjálshyggjumaðurinn Gary Johnson er með 7,3% atkvæða.

Á sama tíma og Clinton nýtur meiri stuðnings þá er hún einnig að auka við fylgi sitt í mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Nevada og New Hampshire en könnunin var gerð eftir kappræðurnar á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert