Viðurkennir „skýra niðurstöðu“

Forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins, Donald Trump, sagði í dag að hann myndi una niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum ef þær yrðu skýrar. Hann áskildi sér hins vegar rétt til þess að véfengja úrslitin ef hann teldi þau vafasöm.

„Ég mun sannarlega una niðurstöðum þessara stórkostlegu og sögulegu forsetakosninga - ef ég sigra,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína en bætti síðan við. „Ég mun una skýrri kosninganiðurstöðu, en áskil mér rétt til þess að efast um og láta reyna á það fyrir dómstólum ef úrslitin verða vafasöm.“

Trump braut blað í sögu bandarískra kosninga þegar hann hótaði því að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna í kappræðum sínum við Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, síðustu nótt. Kosið verður í Bandaríkjunum 8. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert