Afhending hjálpargagna tefst

Sprenging í borginni Aleppo.
Sprenging í borginni Aleppo. AFP

Afhending á nauðsynlegum hjálpargögnum til austurhluta Aleppo í Sýrlandi, sem átti að hefjast í morgun tefst. Ástæðan er sú að ekki var tryggt að ástandið þar væri öruggt.

„Ekki var hægt að hefja flutning á lyfjum og öðrum hjálpargögnum fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á þeim að halda í morgun eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ástæðan er sú að ákveðin skilyrði voru ekki uppfyllt, “ segir Jens Laerke talsmaður Sameinuðu þjóðanna. 

Jan Egeland  yf­ir­maður mannúðar­mála hjá Sam­einuðu þjóðunum sagði að öll ljós þyrftu að verða „græn“ svo hægt yrði að fara með gögnin. Þetta þyrftu allir að samþykkja; uppreisnarmenn sem héldu borginni Aleppo fanginni auk sýrlenskra stjórnvalda og Rússa sem styðja ríkisstjórnina. Þetta lægi ekki fyrir og því væri ekki hægt að veita nauðsynlega aðstoð.  

Í gær tilkynti varn­ar­málaráðherra Rúss­lands að Rúss­ar fram­lengdu hlé sem gert var á átök­um í borginni Al­eppo í sól­ar­hring, en áður hafði hafði verið boðað að vopna­hléið myndi standa í 11 stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert