Bandaríkin semja við Tyrki

Fundi Carters og Erdogans var mótmælt.
Fundi Carters og Erdogans var mótmælt. AFP

Bandaríkin og Tyrkland hafa gert samkomulag um að vinna saman gegn yfirráðum Ríki íslams. Þetta var ákveðið á fundi í Tyrklandi sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ashton Carter, og forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, áttu í dag.

Á fundinum sátu einnig forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Tyrklands. Á fundinum var einnig ákveðið að áfram yrði haldið að vinna með NATO gegn sameiginlegri ógn sem steðjar af Ríki íslam.

Fundi þeirra í Ankara var mótmælt. Á mótmælaspjöldum var Carter vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott.  

„Báðir aðilar voru sammála um að vinna saman að því að ráða niðurlögum Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Við munum vinna að því verkefni á gagnsæjan hátt,“ er haft eftir Peter Cook,starfsmanni Pentagon.

Rúm tvö ár eru liðin frá því hernaðaraðgerðir banda­manna gegn Ríki íslams hóf­ust í Írak.

Bandaríkin eru meðvituð um vaxandi ólgu milli Tyrklands og Íraks eftir að Ríki íslams náði höfuðborginni Mosúl á sitt band. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna undanfarin tvö ár.

„Við höfum verið að ræða bak við tjöldin við Tyrki og Íraka um hvernig hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig hægt sé að ná yfirráðum í borginni Mosúl,“ er haft eftir opinberum bandarískum starfsmanni sem óskaði eftir nafnleynd.

Í gær náðu sér­sveit­ir íraska hers­ins aft­ur völd­um yfir bæn­um Bartalla í útjaðri borg­ar­inn­ar Mosúl í Írak sam­hliða nýrri sókn kúr­dískra her­sveita að borg­inni. Borgin er sögð síðasta vígi hryðju­verka­sam­tak­anna.. 

Frétt mbl.is: Sókn­in gegn Mosúl geng­ur fram­ar von­um

Um 160 til 200 hermenn létu lífið

Heimsókn Carters til Tyrklands ber upp stuttu eftir að tyrkneskar herflugvélar réðust á hersveitir bandamanna í norðurhluta Sýrlands. Í gær fullyrti tyrkneski herinn að í þessum árásum hefðu á bilinu 160 og 200 hermenn látið lífið.

Þetta voru liðsmenn People's Protection Units (YPG). Bandaríkin er sögð styðja þessar hersveitir. Carter neitaði að tjá sig um þetta mál þegar hann var í umræddri ferð í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert