Draga sig út úr stríðsglæpadómstól

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag.
Stríðsglæpadómstóllinn í Haag. AFP

Suður-Afríka ætlar að draga sig út úr alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag. Ákvörðunin, sem hefur verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum, var tekin eftir deilu sem kom upp á síðasta ári.

Þá leyfðu stjórnvöld í Suður-Afríku forseta Súdans, Omar al-Bashir, að sækja ráðstefnu Afríkusambandsins sem var haldin í landinu þrátt fyrir að handtökuskipan hafði verið gefin út á hendur honum af stríðsglæpadómstólnum.

Suður-afrísk stjórnvöld sögðu að hann nyti friðhelgi sem meðlimur í Afríkusambandinu.

Stríðsglæpadómstóllinn vill að Bashir verði handtekinn vegna meintra stríðsglæpa hans í tengslum við átökin í Darfur-héraði í Súdan.

Mannréttindavaktin segir að fyrirhugað brotthvarf Suður-Afríku sýni vanvirðingu landsins gagnvart lögum og reglum.

Omar al-Bashir, forseti Súdans.
Omar al-Bashir, forseti Súdans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert