„Svikuli-Sheikh“ dæmdur í fangelsi

Mazher Mahmood eða Svikuli-Shake fer huldu höfði.
Mazher Mahmood eða Svikuli-Shake fer huldu höfði. AFP

Breski blaðamaðurinn Mazher Mahmood, sem er betur þekktur sem „Fake Sheikh“, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Hann er þekktur fyrir að villa á sér heimildir og leiða frægt fólk í gildru og birta fréttir af því á forsíðu gulu pressunnar.

Sjálfur þóttist hann vera auðugur „sheikh“ ættaður úr Mexíkó-flóa. Hann kom sér í kynni við frægt fólk og og leiddi það í gildru með því að setja á svið atburðarás eins og til dæmis að selja því fíkniefni. Á meðal þeirra sem hann hefur reynt að klekkja á eru þekktar íþrótta- og sjónvarpsstjörnur og einnig meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. 

Mynd af Mohmood þegar hann var handtekinn.
Mynd af Mohmood þegar hann var handtekinn. AFP

Bílstjórinn einnig dæmdur

Mahmood, sem er 53 ára, og bílstjóri hans Alan Smith, 66 ára, voru báðir dæmdir fyrir samsæri um að hindra framgang réttvísinnar fyrir dómstólum í London. 

Dómarinn í málinu, Gerald Gordon, sagði að þrátt fyrir að Mahmood hefði „ástundað góða vinnu“ á blaðamannaferlinum væri ekki hægt að líta fram hjá eðli glæpsins sem hann framdi og því væri fangelsisvist óhjákvæmileg. 

„Enginn ætti að vera hafin yfir lög og komast upp með að búa til glæpi og eyða sönnunargögnum,“ sagði dómarinn. Hann benti einnig á að ákveðið mynstur væri á málunum og að Mahmood hefði notað gögn til að ná tökum á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert