Talið að bremsurnar hafi bilað

AFP

Rúta fór út af veginum og niður bratta hlíð í fjallahéraði norður af höfuðborg Kosta Ríka, San Jose, í dag með þeim afleiðingum að tólf manns létust og aðrir 12 slösuðust.

Fram kemur í frétt AFP að samtals hafi 31 farþegi verið um borð en fólkið var eftirlaunaþegar sem áður höfðu starfað við háskóla landsins. Voru þeir á leið í þorp þar sem þeir ætluðu að sinna góðgerðarmálum.

Haft er eftir syni eins þeirra sem lifði slysið af að svo virtist sem bremsur rútunnar hafi bilað. Slysið varð skammt frá þorpinu Cinchona. Þyrlur fluttu slasaða á sjúkrahús í San Jose. Fimm eru alvarlega slasaðir.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert