Ættingjar leita að ástvinum sínum

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær. AFP

Í það minnsta 60 létu lífið þegar þétt­set­inn farþega­lest sem var á leið milli tveggja stærstu borga Kam­erún fór út af tein­un­um í gær. Talið er að tala látinna muni hækka.

Tæplega 600 manns slösuðust þegar lestin, sem var á leið frá höfuðborginni Yaounde til Douala, fór út af teinunum um miðjan dag í gær. „Við höfum tekið á milli 60 og 70 líkum í morgun,“ sagði lestarstarfsmaður í Yaounde við AFP-fréttaveituna í dag.

Lestin var yfirfull vegna þess að brýr höfðu hrunin á leiðinni sem gerði ferðalag sömu leið með bíl ómögulegt. „Sumir hinna slösuðu eru fluttir hingað meðvitundarlausir. Við teljum mjög líklegt að tala látinna muni hækka,“ bætti lestarstarfsmaðurinn við.

Ættingjar farþega hafa leitað um alla höfuðborgina að ástvinum sínum.

„Það eru 28 lík í líkhúsinu sem ekki er búið að bera kennsl á,“ sagði lögreglumaður sem var við störf þar.

Fyrstu konunni sem var hleypt inn í líkhúsið hágrét þegar þangað var komið. „Hún þekkti systur sína,“ útskýrði kona sem var með henni. 

Dan Nijoya sagðist hafa komið í líkhúsið „til að athuga hvort líkið af fjögurra mánaða barni hans væri þar.“

Leiðin þar sem lestarslysið varð er ein af þeim fjölförnustu í Afríku. Eins og áður sagði voru engar samgöngur á landi nema lestarsamgöngur og gerði það björgunarfólki erfitt um vik.

Frétt mbl.is: 53 létust í lestarslysi í Kamerún

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert