Daðraði við unglingsstúlku á meðan sonurinn lést í funheitum bíl

Justin Ross Harris með syni sínum, Cooper.
Justin Ross Harris með syni sínum, Cooper.

Justin Ross Harris hefur verið ákærður fyrir að hafa skilið 22 mánaða gamlan son sinn eftir í bifreið sinni, á meðan hann fór í vinnuna. Drengurinn var í bílnum í um sjö tíma, en hitinn þennan dag, 18. júní 2014, náði 31 stigi.

Frétt mbl.is: Skildi hann barnið eftir í bílnum viljandi?

Frétt mbl.is: Mætir fyrir dómara vegna sonarmorðsins

Frétt mbl.is: Sendi ungum stelpum kynferðisleg skilaboð

Fram kom við réttarhöld í málinu að Harris, frá Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum, sendi unglingsstúlku klámfengin skilaboð á meðan hann var í vinnunni og bað hana um að senda sér myndir af brjóstunum á sér.

Stúlkan, sem í dag er 19 ára, sendi mynd með textanum: „Ég er svakalega brennd.“ Þá svaraði Harris, 34 ára: „Yummy.“

Táningurinn sagði að Harris hefði svarað skilaboðum sínum á smáforritinu Whisper, þar sem hún talaði um að vilja eiga í sambandi líku því sem fjallað var um í Fifty Shades of Grey. Þau hefðu fyrst rætt saman á kynferðislegum nótum en hefðu stundum átt „venjuleg“ samtöl.

Harris ku hafa vitað hversu gömul stúlkan var.

Ákæruvaldið heldur því fram að Harris hafi skilið son sinn vísvitandi eftir í bílnum þar sem hann vildi sleppa frá þeirri ábyrgð að vera eiginmaður og faðir. Verjendur hans segja hins vegar að hann hafi einfaldlega gleymt að fara með hann í dagvistun.

Auk morðákærunnar hefur Harris verið ákærður fyrir að senda klámfengin skilaboð til stúlkunnar og mynd af kynfærum sínum.

Sky News sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert