13 létust í rútuslysi í Kaliforníu

Rúta lenti í árekstri við flutningabíl í Kaliforníu í morgun.
Rúta lenti í árekstri við flutningabíl í Kaliforníu í morgun. AFP

13 manns létu lífið og 31 eru slasaðir eftir að rúta lenti í árekstri við flutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 

Framhlið rútunnar var rústir einar en hún skall á afturhlið flutningabílsins, samkvæmt sjónarvottum á staðnum.

Rútan tilheyrði USA-Holiday, rútufyrirtæki sem sér um að flytja fólk í spilavíti. Slysið átti sér stað um klukkan 5 að staðartíma í morgun, um 180 kílómetra fyrir austan Los Angeles.

Bandarísku fréttamiðlarnir NBC og Fox News vitna í yfirvöld á svæðinu sem segja að 13 manns hafi látið lífið. Samkvæmt sömu fregnum var 31 fluttur á spítala vegna slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert