Fangaflótti á Haítí

Fangelsi.
Fangelsi. AFP

Að minnsta kosti eitt hundrað fangar sluppu úr fangelsi á Haítí, skammt frá höfuðborginni Port-au-Prince.

Fangarnir sluppu út eftir að uppreisn varð og voru sumir fangarnir vopnaðir. Að minnsta kosti einn fangavörður var drepinn.

Samkvæmt fjölmiðlum á Haítí sluppu 172 fangar úr Arcahaie-fangelsinu, sem er staðsett við ströndina, norðvestur af Port-au-Prince.

Samkvæmt bráðabirgðarannsókn sluppu fangarnir út eftir að fangavörður gleymdi að loka dyrum er þeir sátu að snæðingi.

Fangarnir yfirgáfu mötuneytið,  vopnuðust og ruddust svo út í frelsið. Auk þess að skjóta einn fangavörð til bana, særðu þeir tvo til viðbótar.

Samkvæmt dagblaðinu Le Nouvelliste klifraði einn fangi upp á vegg en féll þaðan til jarðar og lést. Tveir til viðbótar særðust og voru fluttir á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert