Náðu Bashiqa á sitt vald

Liðsmenn peshmerga skjóta eldflaug á loft í þorpinu Sheikh Ali, …
Liðsmenn peshmerga skjóta eldflaug á loft í þorpinu Sheikh Ali, skammt frá Bashiqa. AFP

Hersveitir Kúrda hafa gert árásir á svæði Ríkis íslams í norðurhluta Íraks og náð bænum Bashiqa á sitt vald, nærri borginni Mosúl.

Samkvæmt yfirmönnum peshmerga, sem eru hersveitir sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðanverðu Írak, hafa sveitirnar komist langt inn á svæði Ríkis íslams og náð völdum yfir hraðbraut sem þar er. Við þetta mun draga úr athafnafrelsi hryðjuverkasamtakanna á svæðinu.

Tyrkir tóku þátt í bardaganum gegn Ríki íslams í dag og gerðu árásir á liðsmenn samtakanna í Bashiqa, að því er BBC greindi frá.

Forsætisráðherra Íraks hafnaði á laugardag að þiggja aðstoð frá Tyrkjum í bardaganum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert