330 bandarískir hermenn til Noregs

Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Ine Marien Eriksen Soreide.
Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Ine Marien Eriksen Soreide. AFP

Bandaríkin ætla að senda yfir 300 hermenn til Noregs, samkvæmt tilkynningu frá norskum stjórnvöldum.

Frétt mbl.is: Bandaríkjaher á leið til Noregs

Alls verða 330 sjóliðshermenn sendir til Noregs og verða þeir staðsettir um 1.000 kílómetra frá rússnesku landamærunum. Þar munu þeir stunda æfingar við kaldar aðstæður.

Tilkynningin kemur á sama tíma og aukin spenna hefur verið á milli Rússa og vestrænna ríkja vegna Úkraínu og átakanna í Sýrlandi. Samskipti Rússa við Norðmenn hafa samt sem áður verið góð.

Bandaríkin höfðu áður komið hergögnum fyrir í miklum mæli í Noregi í göngum sem höfðu verið grafin inn í fjöll.

„Það er mikilvægt fyrir öryggismál í Noregi að samherjar okkar komi hingað til að öðlast þekkingu um hvernig á að starfa í Noregi og með norskum sveitum,“ sagði í yfirlýsinu frá Ine Marien Eriksen Soreide, varnarmálaráðherra landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert