Mannskætt flugslys á Möltu

Hluti af braki flugvélarinnar sem brotlendi á Luqa-flugvelli á Möltu …
Hluti af braki flugvélarinnar sem brotlendi á Luqa-flugvelli á Möltu í morgun. AFP

Fimm eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti skömmu eftir að hún hóf sig á loft á alþjóðaflugvellinum á Möltu í morgun. Vélin var á leiðinni til Líbíu en þjóðerni þeirra sem létust hafa ekki verið gefin upp enn sem komið er. Vitni segja að vélin hafi snúist á hliðina rétt eftir að hún fór í loftið.

Vélin er af gerðinni Metroliner og brotlenti hún skömmu eftir flugtak á Luqa-flugvelli kl. 7.30 að staðartíma í morgun. Fyrstu fréttir bentu til þess að um borð hefðu verið starfsmenn evrópsku landamærastofnunarinnar Frontex. Stofnunin hefur hins vegar hafnað því.

Flugvellinum hefur verið lokað tímabundið „þar til annað verður tilkynnt“ að því er segir í yfirlýsingu frá flugvallaryfirvöldum þar sem dauðsföllin voru staðfest.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert