Eldur í „frumskógar“-búðunum

Eldur braust í dag út í flóttamannabúðunum í Calais í Frakklandi. Búðirnar eru oftast kallaðar frumskógurinn, en frönsk yfirvöld eru þessa dagana að rýma þær. Í gær braust einnig út eldur.

Yfirvöld segja að sprengihætta sé í búðunum þar sem flóttafólkið, sem nú hefur flest ýmist verið flutt til Bretlands eða komið fyrir í flóttamannamiðstöðvum víða um Frakkland, skildi m.a. eftir gaskúta sem hætta er á að springi. 

Flóttamenn sem enn dvelja í frumskóginum, búðunum í Calais, flýja …
Flóttamenn sem enn dvelja í frumskóginum, búðunum í Calais, flýja frá brennandi kofum á svæðinu. AFP

Í gær hófust frönsk yfirvöld handa við að rífa niður tjöld og kofa sem reistir hafa verið í frumskóginum. 

Í dag stígur þykkur, svartur reykur til himins upp frá búðunum. Þar eru enn um 4.000 flóttamenn. 

„Þið verðið að fara!“ hrópar starfsmaður mannúðarsamtaka til flóttafólks í nágrenni eldsins. „Þið eruð með gaskúta í hjólhýsunum ykkar, færið þá burtu!“

Mikill reykur stígur upp frá búðunum í Calais í dag.
Mikill reykur stígur upp frá búðunum í Calais í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert