„Ofuruppeldi“ dregur úr einhverfu

Niðurstöðurnar eru sagðar ákaflega uppörvandi.
Niðurstöðurnar eru sagðar ákaflega uppörvandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar mæður og feður eru látin stunda æfingar til að verða nokkurs konar „ofurforeldrar“ getur það dregið til muna úr einhverfu barna þeirra. Þetta sýna nýjar niðurstöður langtímarannsóknar.

Í æfingum rannsóknarinnar horfðu foreldrar á upptökur af sjálfum sér leika við börn sín, á meðan meðferðarsérfæðingur gaf þeim nákvæm ráð til að auðvelda barninu samskipti við þau.

„Það sem er ótrúlegt er árangurinn,“ segir Louisa Harrison í samtali við fréttastofu BBC, en hún hefur séð miklar framfarir hjá syni sínum Frank.

Sérfræðingar segja niðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta læknisfræðiriti Lancet, vera ákaflega uppörvandi.

Mamma, mamma, sjáðu

Rannsóknin beindist að börnum með verulega einhverfu, sem í mörgum tilfellum gátu ekki talað við foreldra sína.

Í tilfelli Franks, son Louisu Harrison, voru ljósastaurar merki um árangur aðferðarinnar.

„Hann elskar að sjá ljósastaurana kvikna í götunni okkar, svo haustið er mjög spennandi tími fyrir okkur,“ segir Harrison. „Fyrir nokkrum árum bar hann upplifunina að megninu til í hljóði en nú er hann svo ræðinn: Mamma, mamma, sjáðu þeir kviknuðu í annarri röð!

Ef þú hefðir sagt mér fyrir fjórum árum að hann myndi geta sagt setningu á við þessa hefði ég farið að gráta,“ bætir hún við.

Rannsóknin beindist að börnum með verulega einhverfu.
Rannsóknin beindist að börnum með verulega einhverfu. mbl.is/Árni Sæberg

Sökin ekki foreldranna

Hugmynd rannsakendanna var einföld: Að bæta uppeldi foreldranna til að geta bætt félagshæfni barnsins.

Dr. Catherine Aldred, sérfræðingur í talmeðferð, tekur fram að með þessu sé sökinni þó ekki skellt á foreldrana.

„Við erum að taka samskipti foreldris við barnið og færa þau upp á „ofur“-stig. Þessi börn þurfa meira en „fullnægjandi“, þau þurfa eitthvað framúrskarandi.“

Sjá nánar á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert