Hreysin jöfnuð við jörðu

Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum á svæðinu þar sem áður bjuggu fleiri þúsund flóttamenn í útjaðri frönsku borgarinnar Calais. Kveikt var í hluta búðanna, sem ganga undir heitinu Jungle, í gær. 

Á mánudag var byrjað að flytja íbúana á brott og í gær átti brottflutningi að vera lokið en samkvæmt fréttamanni BBC eru enn nokkur hundruð manns á svæðinu. Meðal þeirra voru um 100 fylgdarlaus ungmenni sem gátu hvergi höfði sínu hallað í nótt enda búðirnar óíbúðarhæfar.

Frá því á mánudag hafa 5.600 manns verið fluttir á brott úr búðunum, þar á meðal 1.500 fylgdarlaus ungmenni, en þeim var komið fyrir í búðum skammt frá Jungle.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert