Ný landsstjórn mynduð á Grænlandi

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. Skjáskot/KNR

Ný landsstjórn hefur litið dagsins ljós á Grænlandi, en um þriggja flokka samsteypustjórn er að ræða. Siumut, Inuit Ataqatigiit og Partii Naleraq mynda nýju stjórnina en Jafnaðarmannaflokkurinn og Atassut, sem er andvígur því að Grænland lýsi yfir sjálfstæði, voru settir út í kuldann.

Kim Kielsen, leiðtogi jafnaðarmannaflokksins Siumut, verður áfram forsætisráðherra, en flokkurinn fær fimm ráðherra í landsstjórninni. 

Frétt KNR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert