Hlekktist á í lendingu

Engan sakaði þegar þotu varaforsetaefnis repúblikana, Mike Pence, hlekktist á við lendingu á LaGuardia-flugvelli í New York í gærkvöldi.

Pence, sem er ríkisstjóri í Indiana, ræddi við fjölmiðla eftir óhappið og segir að hann og allir aðrir um borð hafi sloppið ómeiddir en vélin var að koma frá Fort Dogde Iowa. Farþegar þotunnar, um 30 manns, voru látnir yfirgefa hana um neyðarútgang og var flugvellinum lokað um tíma vegna atviksins. 

Flugstjórinn segir að óhappið megi rekja til bilunar í hemlum flugvélarinnar en hún rann fram af flugbrautinni og að sögn farþega fundu þeir lykt af brennandi gúmmíi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert