Var með ógrynni af barnaklámi

Breski barnaníðingurinn var handtekinn sólarhring eftir að evrópsk handtökuskipun var …
Breski barnaníðingurinn var handtekinn sólarhring eftir að evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum.

Spænska lögreglan handtók á mánudaginn breskan mann sem hefur verið á flótta frá því hann var dæmdur til 43 ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn tveimur bræðrum í Bretlandi.

Maðurinn var handtekinn í Benedorm á Spáni innan við sólarhring eftir að evrópsk handtökuskipun var gefin út af hendur honum. 

Barnaníðingurinn var fundinn sekur um 22 kynferðisbrot gegn bræðrunum sem voru 14 og 16 ára, þar af sex nauðganir. Brotin áttu sér stað á árunum 2007-2010.  

„Maðurinn varð vinur foreldra brotaþolanna, sem leyfðu honum að umgangast syni sína talsvert. Foreldrarnir höfðu ekki hugmynd um kynferðisofbeldið sem hann beitti börnin þeirra,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Spænska lögreglan er með manninn í haldi vegna vörslu á ógrynni af barnaklámi sem hann hafið deilt á netinu. Hún hefur kært hann fyrir að eiga og dreifa barnaklámi. 

Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins í fjölmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert