Castro jarðsettur í Santiago

Raul Castro, forseti Kúbu, kemur fyrir ösku bróður síns í …
Raul Castro, forseti Kúbu, kemur fyrir ösku bróður síns í kirkjugarði í Santiago. AFP

Jarðneskar leifar Fidel Castro, fyrr­ver­andi leiðtoga Kúbu sem lést á dög­un­um, hafa verið jarðsettar í grafreitnum Santa Ifigenia í borginni Santiago á Kúbu. Níu daga þjóðarsorg í landinu er nú lokið þegar jarðarför Castros hefur farið fram. 

Íbúar fylktu liði á götur Santiago-borgarinnar til að sjá líkfylgd Castros í kirkjugarðinn en aska hans hvílir við hlið frelsishetju Kúbu, Jose Marti (1853 – 1895). Borgin er kunn fyrir að vera vagga kúbönsku uppreisnarinnar sem átti sér stað 1953. Í borginni í gær var haldin minningarathöfn um Castro.  

Frétt mbl.is: Minnt­ust Fidels Castro í Santiago

„Athöfnin var mjög látlaus og engar ræður voru haldnar,“ sagði Segolene Royal, umhverfisráðherra Frakklands, sem var viðstödd þegar ösku fyrrverandi leiðtogans var komið fyrir í grafreitnum. Þetta kemur fram á vef BBC.  

Eftir lát Castros sagðist eftirlifandi bróðir hans, Raul Castro, forseti Kúbu, „lofa að standa vörð um föðurlandið og jafnaðarstefnuna.“  

Fjölmargir sáu líkfylgd Fidel Castros.
Fjölmargir sáu líkfylgd Fidel Castros. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert