Fyrstur til að heimsækja Pearl Harbor

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. AFP

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, verður fyrsti japanski leiðtoginn til að heimsækja Pearl Harbor en hann er á leiðinni í opinbera heimsókn til Hawaii síðar í þessum mánuði. Þar mun hann ræða við Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Abe, sem verður á Hawaii 26. og 27. desember, mun heimsækja staðinn þar sem Japanar gerðu óvænta árás 7. desember 1941, sem varð til þess að Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina.

Obama heimsótti japönsku borgina Hiroshima í maí. Þar vörpuðu Bandaríkjamenn fyrstu kjarnorkusprengjunni undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Nokkrum dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasaki.

Abe hrósaði Obama í dag fyrir ræðuna . „Skilaboð hans um veröld án kjarnorkuvopna þegar hann heimsótti Hiroshima, eru greipt inn í hjörtu Japana,“ sagði hann og bætti við að hann vilji með fundinum á Hawaii senda heiminum skilaboð um enn sterkari tengsl Japans og Bandaríkjanna í framtíðinni.

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert