Angela Merkel endurkjörin

Angela Merkel á flokksþingi Kristilega demókrataflokksins í dag.
Angela Merkel á flokksþingi Kristilega demókrataflokksins í dag. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið kjörin af Kristilega demókrataflokknum til að leiða hann í þingkosningum sem verða haldnar á næsta ári.

Alls vildu 89% flokksmanna að hún yrði áfram leiðtogi flokksins og er þetta næstversta kosningin sem Merkel hefur fengið hjá flokknum en enginn bauð sig fram gegn henni. 

Fyrir tveimur árum hlaut hún 96,7% atkvæða.

Merkel verður því leiðtogi Kristilega demókrataflokksins næstu tvö árin.

Nái flokkurinn góðu kjöri í kosningunum á næsta ári mun Merkel hefja sitt fjórða kjörtímabil sem kanslari Þýskalands.

Frétt mbl.is: Merkel vill fjórða kjörtímabilið

Styður búrkubann

Merkel sagðist einnig í fyrsta sinn vera sammála óskum flokksins um að búrkubann verði sett í Þýskalandi. „Blæja fyrir öllu andlitinu er óviðeigandi og það ætti að banna hana alls staðar þar sem það er mögulegt,“ sagði hún á flokksþinginu. 

Angela Merkel á flokksþinginu.
Angela Merkel á flokksþinginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert