Fimmtán dæmdir til dauða

Salman, konungur Sádi-Arabíu.
Salman, konungur Sádi-Arabíu. AFP

Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimmtán manns til dauða fyrir að njósna fyrir írönsk stjórnvöld. Búast má við því að ákvörðunin muni auka á spennu á milli landanna hvað trúarbrögð varðar.

Flestir hinna dæmdu eru hluti af síta-minnihlutanum í landinu.

Réttarhöldin hófust í febrúar, einum mánuði eftir að yfirvöld í Sádi-Arabíu slitu stjórnmálatengsl við Íran.

Tengslin voru slitin eftir að kveikt var í sendiráði og ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í landinu í mótmælaskyni við aftöku konungsdæmisins á síta-klerknum Nimr al-Nimr.

Frétt mbl.is: 100 handteknir fyrir árás á sendiráð

Til stendur að áfrýja dauðadómunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert