Lögðust gegn vopnahléi í Aleppo

Frá sýrlensku borginni Aleppo.
Frá sýrlensku borginni Aleppo. AFP

Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ályktunar þar sem kallað var eftir sjö daga vopnahléi í borginni Aleppo í Sýrlandi. Venesúela greiddi einnig atkvæði gegn ályktuninni en Angola sat hjá. Fulltrúar ellefu annarra ríkja í ráðinu greiddu atkvæði með ályktuninni.

Fram kemur í frétt AFP að þetta sé í sjötta sinn sem Rússar beiti neitunarvaldi gegn ályktun í öryggisráðinu í tengslum við Sýrland síðan átökin í landinu hófust í mars 2011 og í fimmta sinn sem Kína geri það.

Rússar eru bandamenn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, en fulltrúi Rússa gerði alvarlegar athugasemdir við texta ályktunarinnar en viðræður um efni hennar hafa staðið vikum saman. Rússar vildu fresta atkvæðagreiðslunni en Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn lögðust gegn því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert