Mun sæta ákærunni en neitar að segja af sér

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye. Búist er við að suður-kóreska þingið …
Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye. Búist er við að suður-kóreska þingið leggi fram ákæru gegn henni í vikulok. AFP

Park Geun-Hye, forseti Suður-Kóreu, tilkynnti í dag að hún muni sætta sig við niðurstöðu ákæru þingsins á hendur sér, en hafnaði hins vegar alfarið að segja strax af sér embætti.

Talið er að suður-kóreska þingið muni á föstudag samþykkja ákæru á hendur Park, sem stjórnarandstaðan lagði fram. Ákæruferlið getur hins vegar tekið langan tíma að sögn AFP-fréttastofunnar. 30 þingmenn úr flokki Park hafa þá greint frá því að ákæran muni fá þeirra atkvæði.

Frétt mbl.is: Fjölmennustu mótmælin

Stjórnlagadómstóll landsins verður að taka ákæruna til umfjöllunar hljóti hún samþykkt þingsins og er talið að það geti tekið allt að sex mánuði.

„Jafnvel þó að ákæran verði samþykkt, þá er ég staðráðin í að halda áfram að þjóna landi og þjóð á meðan ég býð eftir niðurstöðu stjórnlagadómstólsins, á Park að hafa sagt við Chung Jin-Suk, leiðtoga Saenuri stjórnarflokksins í neðri deild þingsins.

Chung átti klukkustundar langan fund með forsetanum, þar sem hún segist hafa greint Park frá því að viðhorf almennings hafi neytt flokkinn til að draga til baka fyrri tillögu um að Park láti sjálfviljug af embætti í apríl á næsta ári.

„Hún kinkaði kolli og sagðist skilja afstöðu mína,“ hefur AFP eftir Chung.

Milljónir Suður-Kóreubúa hafa tekið þátt í vikulegum mótmælum sl. sex vikur þar sem fólk hefur krafist afsagnar Park. Mikil óánægja var meðal mótmælenda með þá hugmynd Saenuri að Park segði sjálf af sér embætti í apríl og sögðu þeir hugmyndina eingöngu setta fram til að veita Park aukin tíma til að komast hjá ákæruferlinu.

Flokkurinn dró því tillöguna til baka og sagði þingmenn geta greitt atkvæði eins og samviskan biði þeim.

Þingmaðurinn Hwang Young-Cheul, sem tilheyrir þeim armi flokksins sem er mótfallinn forsetanum, sagði almenning þegar hafa hafnað þeirri hugmynd að forsetinn segði sjálfur af sér í apríl.

„Búið er að ljúka öllum undirbúningi fyrir að ákæran verði lögð fram,“ sagði hann.

Ásak­an­ir um spill­ingu hafa skyggt á for­setatíð Park, sem er sökuð um að leyfa nán­um vini að nýta sér tengsl sín til að hafa áhrif á stjórn rík­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert