Farþegaþota fórst í Pakistan

AFP

Farþegaþota Pakistan International Airlines (PIA) hefur hrapað til jarðar í norðurhluta Pakistans. Rúmlega 40 voru um borð í vélinni.

Greint er frá þessu á vef BBC.

Flugfélagið greindi frá því að vélin, sem var að fljúga frá Chitral til Íslamabad, hefði misst samband við flugturn. Talsmaður flugmálayfirvalda í landinu segir í samtali við breska ríkisútvarpið að ekki sé búið að finna flak vélarinnar. 

Þá segir að flugfélagið hafi verið áður verið gagnrýnt fyrir að hafa öryggismál í ólagi. Árið 2006 fórst vél frá flugfélaginu með þeim afleiðingum að 44 létust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert