Setja umferðartakmarkanir vegna mengunar

Mikil loftmengun mælíst nú í París og hafa borgaryfirvöld gripið …
Mikil loftmengun mælíst nú í París og hafa borgaryfirvöld gripið til þess ráðs að takmarka umferð einkabíla. AFP

Mikil loftmengun er nú í París og hefur hún ekki mælst meiri í borginni að vetrarlagi í áratug, samkvæmt Airparif sem sér um að mæla loftmengun í borginni.

Ástæður þessarar óvenjumiklu mengunar eru sagðar vera útblástur frá ökutækjum, reykur frá arineldum borgarbúa og óvenjumikil stilla í lofti sem veldur því að mengunin dreifist ekki.

Borgaryfirvöld gripu því til þess ráðs í dag, annan daginn í röð, að setja á umferðartakmarkanir. Frá því klukkan hálfsex í morgun og til miðnættis í kvöld verður einkabílum sem eru með bílnúmer sem enda á sléttri tölu, bannað að vera á ferðinni. Sambærilegt bann var í gildi í gær fyrir bíla sem eru með númer sem endar á oddatölu.

Þá eru almenningssamgöngur í París gjaldfrjálsar í dag, til að hvetja borgarbúa til að skilja bílinn eftir heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert