Telja að kviknað hafi í út frá ísskáp

Hundruð íbúa Oakland tóku þátt í líkvöku fórnarlamba eldsvoðans í …
Hundruð íbúa Oakland tóku þátt í líkvöku fórnarlamba eldsvoðans í vöruhúsinu þar sem 36 fórust. AFP

Talið er að eldurinn sem varð í vöruhúsi í borginni Oakland í Bandaríkjunum um helgina hafi kviknað út frá ísskáp eða öðrum raftækjum, að því er fréttavefur BBC hefur eftir rannsakendum slyssins.

Segjast rannsakendur nú beina sjónum sínum að öllum raftækjum á fyrstu hæð vöruhússins, þar sem tónleikar stóðu yfir þegar eldurinn kom upp.

Yfirvöld í Kaliforníu segja 36 hafa farist í eldsvoðanum og að búið sé að bera kennsl á 35 þeirra. Nancy O‘Malley, saksóknari í Alameda-sýslu, hefur varað við að yfirvöld skoði nú hvort málið verði höfðað fyrir manndráp af gáleysi eða jafnvel fyrir morð.

Jill Snyder, yfirmaður ATF, áfengis og skotvarnaeftirlits Bandaríkjanna, segir að mögulega hafi kviknað í út frá ísskáp á staðnum. Hún ítrekaði þó að rannsókn stæði enn yfir og að ekki væri búið að úrskurða endanlega um eldsupptökin.

Ekkert bendi hins vegar til þess að eldur hefði verið kveiktur viljandi.

Talið er að á milli 50 og 100 manns hafi verið á tón­leik­um í hús­inu, sem var notað sem lista­smiðja, þegar eld­ur­inn kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert