Flóðbylgjuviðvörun gefin út

Jarðskjálftinn mældist 7,7 stig, um 40 kílómetra austan við Solomon-eyjar.
Jarðskjálftinn mældist 7,7 stig, um 40 kílómetra austan við Solomon-eyjar. Skjáskot/Google maps

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út eftir að öflugur jarðskjálfti mældist um 70 kílómetra austan við Solomon-eyjar.

Skjálftinn mældist 7,7 stig og nær flóðbylgjuviðvörunin til Solomon-eyjar, Vanuatu, Papúu Nýju-Gíneu, Nýju-Kaledóníu, Tuvalu og Kosrae. 

Talið er að flóðbylgja gæti skollið á áðurnefndum svæðum á næstu þremur klukkustundum en jarðskjálftinn varð klukkan 4.40 að staðartíma, aðfaranótt föstudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert