Geimfarinn John Glenn látinn

Geimfarinn John Glenn varð 95 ára gamall.
Geimfarinn John Glenn varð 95 ára gamall. Skjáskot/Twitter

Fyrrverandi geimfarinn John Glenn er látinn, 95 ára gamall. Glenn var fyrsti Banda­ríkjamaður­inn til að fara um­hverf­is jörðina í geim­fari.

Hann fór þris­var sinn­um um­hverf­is jörðu á geim­fari sínu á fimm klukku­stund­um og á um 27358,848 kíló­metra hraða á klukku­stund árið 1962.

Hann varð einnig elsti maðurinn til að fara út í geiminn þegar hann gerði það árið 1998, þá 77 ára gamall.

Glenn hafði verið á spítala í Columbus í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í meira en viku og dó umkringdur ættingjum sínum og konu til 73 ára.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert