Geta skotið en ekki hitt skotmark

Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu búa yfir tækni til þess að senda kjarnorkuflaug á loft en ekki til þess að senda hana út í gufuhvolfið og síðan inn fyrir það og á skotmark á jörðu niðri. Þetta hefur AFP eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Rifjað er upp í fréttinni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi gert fjölmargar tilraunir til þessa með að senda eldflaugar sem geta borið kjarnorkusprengjur á loft sem hefur valdið ótta einkum á meðal margra nágrannaríkja landsins en einnig stjórnvalda víða um heiminn.

Haft er eftir embættismanninum að þetta sé ástæðan fyrir ítrekuðum tilraunum í Norður-Kóreu með eldflaugaskot. Hann segir ráðamenn landsins ekki vissa um að eldflaug sem færi út fyrir gufuhvolfið skilaði sér eftur til baka inn fyrir það. Þeir séu að reyna að finna lausn á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert