„Hann eyðilagði barnæskuna mína“

Gary Johnson lék með Chelsea.
Gary Johnson lék með Chelsea. AFP

Fyrrverandi leikmaður Chelsea, Gary Johnson, lýsti því yfir í dag að hann ætti skilið að fá meiri skaðabætur frá Chelsea eftir að hafa verið misnotaður af fyrrverandi yfirnjósnara félagsins, Eddie Heath.

Fyrir stuttu kom í ljós að Chelsea greiddi Johnson 50 þúsund pund (7 milljónir íslenskra króna) í fyrra gegn því skilyrði að hann myndi ekki stíga fram opinberlega með ásakanir sínar gegn Heat, sem lést á níunda áratugnum.

Johnson sagði í viðtali við BBC að peningarnir sem hann fékk væru ekki nóg vegna þess að hann hefði þjáðst mikið.

„Hann tók eyðilagði barnæskuna mína, ég mun aldrei fá hana aftur,“ sagði Johnson. Hann bætti við að hann hefði hitt þrjá stjórnarmenn Chelsea í gær og þeir hefðu beðið hann afsökunar.

Aðspurður sagðist Johsnon telja að hann ætti rétt á meiri fjármunum frá Chelsea. „Það myndi hjálpa mér í átt að betra lífi. Mér var ýtt út í horn og ég var þvingaður til að skrifa undir samning til að fá peninga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert