30 látnir í sjálfsmorðárás í Nígeríu

Í það minnsta 30 manns létust í bænum Madagali í …
Í það minnsta 30 manns létust í bænum Madagali í norðausturhluta Nígeríu. Skjáskot/Al Jazeera

Að minnsta kosti 30 manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í norðausturhluta Nígeríu í bænum Madagali í dag.

Tvær konur komu inn á markað þar sem fjöldi fólks var samankominn og sprengdu sig þar í loft upp, samkvæmt því sem talsmaður hersins, Badare Akintoye, sagði við AFP-fréttaveituna.

Engin samtök hafa lýst árásinni á hendur sér.

Hryðjuverkahópurinn Boko Haram hefur undanfarin sjö ár staðið í stríði við nígerísk stjórnvöld og notar hópurinn oft sjálfsmorðsprengjur í aðgerðum sínum.

Auk þeirra sem eru látnir særðist fjöldi manns í árásinni, sagði Badare Akintoye ennfremur við AFP.

Boko Haram var með stjórn í bænum í nokkra mánuði þar til herinn náði aftur völdum þar á síðasta ári.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert