Eftirlýstur glæpamaður gómaður

Europol setti listann yfir mest eftirlýstu glæpamennina fram eins og …
Europol setti listann yfir mest eftirlýstu glæpamennina fram eins og jóladagatal. Það vakti forvitni almennings og í kjölfarið náðist sá sem tróndi á toppi listans.

Karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt sex ára stúlku kynferðisofbeldi í Sussex í Bretlandi árið 2008, fannst fyrir skömmu eftir átak sem fólst í því að uppfæra og kynna lista Europol yfir mest eftirlýstu glæpamenn Evrópu.

Eftir að listinn var uppfærður í lok nóvember leið ekki á löngu þar til lögreglan í Hollandi hafði fengið ábendingu um manninn og handtók hann. Maðurinn var þá að vinna sem kokkur á veitingastað í Amsterdam.

Maðurinn hafði verið á flótta undan réttvísinni en með kynningarátaki á lista yfir glæpamenn á flótta tókst að hafa hendur í hári hans. 

Síðan listinn var fyrst birtur opinberlega í janúar á þessu ári hafa 25 úr hópi eftirlýstra glæpamanna Evrópu verið handteknir. Enn eru mun fleiri í felum. Í flestum tilvikum eru það ábendingar frá almenningi sem verða til þess að glæpamenn á flótta eru handteknir. 

Frétt Europol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert