Hvetja fólk til að sniðganga Star Wars

Stuðningsmenn Donald Trump eru ekki ánægðir með handritshöfunda nýjustu Star …
Stuðningsmenn Donald Trump eru ekki ánægðir með handritshöfunda nýjustu Star Wars myndarinnar. AFP

Stuðningsmenn Donald Trump hvetja fólk til að sniðganga nýjustu Star Wars myndina, Rogue One, sem verður frumsýnd víða um heim í næstu viku.

Herferð gegn myndinni á Twitter hófst með því að Jack Posobiec, talsmaður samtakanna Citizen4Trump, tísti nokkrum sinnum þar sem hann hélt því fram að myndinni hefði verið breytt eftir á til að bæta við atriðum sem sýna Trump sem rasista.

Handritshöfundurinn Chris Weitz sagði þessa orðróma tóma vitleysa þrátt fyrir að hann og annar handritshöfundur hefðu lýstu yfir andstöðu sinni með Trump á Twitter.

Myllumerkinu #DumpStarWars hefur verið endurtíst 120.000 sinnum á undanförnum sólarhring.

Nýjasta Star Wars myndin verður frumsýnd hér á landi í …
Nýjasta Star Wars myndin verður frumsýnd hér á landi í næstu viku. AFP

Posobiec sagði í myndskeiði sem hann birti handritshöfundar hafi sagt að Heimsveldið í myndinni „væru samtök hvítra þjóðernissinna eins og ríkisstjórn Trumps og það væri hlutverk uppreisnarmanna að berjast gegn yfirrráðum þess,“ sagði Posobiec.

„Þeir eru að reyna að nota myndina til að skapa einhverja ósanna sögu...að Trump sé rasisti,“ bætti hann við.

Weitz og annar handritshöfundur, Gary Whitta, tjáðu sig um úrslit bandarísku forsetakosninganna á Twitter, og virðast þau ummæli vera uppspretta reiði stuðningsmanna Trump.

„Takið eftir því að Heimsveldið eru samtök hvítra þjóðernissinna,“ skrifaði Weitz á Twitter. „Fjölmenningarlegur hópur uppreisnarmanna, leiddur fram af hugrakkri konu, mun berjast gegn því,“ svaraði Whitta.

Báðum tístum var eytt samdægurs og Weltz baðst afsökunar á því að hafa dregið myndina inn í umræðu um forsetakosningarnar.

Er þetta ekki það fyrsta sem Twitter-her Trumps hefur hótað að sniðganga síðan hann var kjörinn forseti í síðasta mánuði. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að „herinn“, hópur stuðningsmanna Trumps vilji sniðganga Kellogs, Starbucks og söngleikinn Hamilton.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert