Lyfta sem fer hraðar en Bolt

Shanghai Tower er 127 hæðir, 632 metra hár.
Shanghai Tower er 127 hæðir, 632 metra hár. Af Wikipedia

Shanghai Tower, önnur hæsta bygging heims, er nú komin í heimsmetabók Guinness. Og það ekki einu sinni heldur þrisvar.

Nú hefur það verið vottað að þetta kínverska háhýsi er með hraðskreiðustu lyftu heims, hæstu lyftu heims (inni í byggingu) og hröðustu tveggja hæða lyftuna.

Turninn er 632 metra hár. Ljóst var því frá upphafi að lyftur hússins þyrftu að vera einstaklega hraðskreiðar. Lyfturnar, sem voru hannaðar af Mitsubishi, fara 20,5 metra á sekúndu. Það er hraðar en Usain Bolt hleypur, segir í frétt CNN.

Hér má lesa frekar um turninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert