Sex lögreglumenn farast í sprengjuárás

Lögregla girti svæðið af eftir árásina, sem átti sér stað …
Lögregla girti svæðið af eftir árásina, sem átti sér stað Talibiya-hverfinu. Sex lögreglumenn létust í sprengjunni. AFP

Sex lögreglumenn fórust í dag í sprengingu við eftirlitsstöð í Kaíró, en töluvert hefur undanfarið verið um árásir gegn lögreglu og her í Egyptalandi.

Árásin átti sér stað í Talibiya-hverfinu í vesturhluta borgarinnar, stuttu fyrir bænastund múslima snemma í morgun. Á þeim tíma eru götur borgarinnar að mestu auðar, að því er fram kemur í frétt egypska ríkissjónvarpsins.

Hryðjuverkamenn, m.a. vígamenn Ríkis íslams, hafa ítrekað staðið fyrir árásum á lögreglu og hermenn í landinu, frá því að herinn steypti Mohamed Morsi, íslömskum forseta landsins, af stóli árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert