Stúlkur sýknaðar af samkynhneigð

Frá borginni Marrakesh.
Frá borginni Marrakesh. AFP

Dómstóll í Marokkó sýknaði í dag tvær unglingsstúlkur af ákæru um samkynhneigð. Stúlkurnar, sem eru 16 og 17 ára, voru handteknar í október eftir að yfirvöldum í landinu barst tilkynning um að þær hefðu sést kyssast og faðmast.

Stúlkurnar voru látnar lausar gegn tryggingu eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í viku. Dómarinn tilkynnti síðan í dag að málið yrði látið niður falla. Hefðu stúlkurnar verið fundnar sekar hefðu þær átt yfir höfðu sér fangelsi í allt að þrjú ár.

Fram kemur í frétt AFP að stúlkurnar, sem eru frá borginni Marrakesh, hafi neitað því að vera í kynferðislegu sambandi. Þær væru aðeins vinkonur. Fjöldi mannréttindasamtaka hafði fordæmt handtöku stúlknanna og illri meðferð eftir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert