Fjórir látnir í járnbrautarslysi

Wikipedia

Fjórir að minnsta kosti létu lífið í nótt og 23 slösuðust í sprengingu sem varð þegar járnbrautarlest, sem flutti gas, fór út af teinunum í þorpinu Hitrino í norðvesturhluta Búlgaríu. Fram kemur í frétt AFP að um 20 heimili hafi orðið fyrir skemmdum og að flytja hafi þurft marga af íbúum þorpsins á brott en um 800 manns búa þar.

Leit stendur enn yfir að þeim sem kunna að hafa lifað sprenginguna af. Lestin flutti samtals 24 tanka af gasi. Hún fór út af teinunum á lestarstöð þorpsins og rákust tveir af tönkunum í rafmagnslínu samkvæmt upplýsingum frá búlgörsku lögreglunni. Slysið varð um klukkan hálffjögur í nótt að íslenskum tíma. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert