Fleiri bandarískir hermenn til Sýrlands

Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandarísk stjórnvöld ætla að senda um 200 hermenn til Sýrlands til viðbótar við þá sem þegar eru í landinu til þess að aðstoða bandalag kúrdískra og arabískra hersveita við að taka borgina Raqa sem verið hefur á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Þetta tilkynnti Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag á ráðstefnu í Manama, höfuðborg Bahrain, samkvæmt frétt AFP. Fyrir væru um 300 bandarískir sérsveitarmenn sem væru til aðstoðar við að taka Raqa. Bandaríkjamenn væru einnig að aðstoða við að taka borgina Mosul í Írak. Borgirnar tvær eru síðustu stóru þéttbýlisstaðirnir á valdi Ríkis íslams.

Carter sagði að á meðal hermannanna 200 væru meðal annars sprengjusérfræðingar, hermenn með reynslu af herþjálfun og sérsveitarmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert