Réðust á ný inn í Palmyra

Ríki íslams lagði hluta Palmyra í rúst er samtökin réðu …
Ríki íslams lagði hluta Palmyra í rúst er samtökin réðu þar ríkjum í tíu mánuði. AFP

Vígamenn Ríkis íslams eru enn á ný komnir inn í hina fornu borg Palmyra í Sýrlandi. Samtökin voru hrakin þaðan fyrir níu mánuðum síðan. Þar á undan höfðu þau haft yfirráðin á svæðinu í tíu mánuði. Í mars gerði hins vegar sýrlenski stjórnarherinn áhlaup á borgina og náði þar völdum. 

Fyrr í þessari viku hófu hins vegar vígamenn Ríkis íslams áhlaup á Palmyra og í dag komust þeir inn í borgina, segir talsmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights. Bardagar hafa brotist út, m.a. í miðborg Palmyra.

Á meðan hryðjuverkasamtökin fóru með völdin í borginni eyðulögðu þau fjölda fornra bygginga, m.a. þeirra sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Eyðilögðu þau m.a. 2.000 ára gömul hof sem nú eru aðeins rústir einar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert