Tugir þúsunda án heimilis

AFP

Tugir þúsunda eru heimilislausir í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir Indónesíu fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að rúmlega eitt hundrað manns létu lífið. Fram kemur í frétt AFP að rúmlega 45 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

Jarðskjálftinn var 6,5 að stærð og lagði hann hundruð heimila og annarra bygginga í rústir. Rúmlega 700 manns slösuðust. Margir alvarlega. Flestir hinna heimilislausu vörðu síðustu nótt í tjöldum nálægt heimilum sínum. Hundruð manna neituðu að koma sér fyrir í neyðarskýlum af ótta við að fleiri skjálftar ættu eftir að ríða yfir.

Indónesíski herinn hefur komið upp neyðarskýlum, eldhúsum og færanlegu sjúkrahúsi í bænum Meureudu sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum. Forseti Indónesíu, Joko Widobo, heimsótti bæinn í gær og hét því að samfélögin á svæðinu yrði endurreist.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert