160 krömdust undir kirkjuþaki

Kirkjan var enn í byggingu en verkamönnunum var sagt að …
Kirkjan var enn í byggingu en verkamönnunum var sagt að flýta verkinu svo að biskupsvígslan gæti farið fram. Skjáskot/Twitter

Að minnsta kosti 160 létust er kirkjuþak gaf sig í Uyo í Nígeríu. Fólkið var mætt til kirkju til að fylgjast með biskupsvígslu. Talið er að enn séu margir fastir undir brakinu.

Mörg hundruð manns voru inni í kirkjunni er slysið varð. Kirkjan var enn í byggingu en verkamenn voru beðnir að flýta verklokum svo biskupsvígslan gæti farið fram.

Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að líkhús í borginni séu nú yfirfull vegna slyssins. Talið er að tala látinna eigi enn eftir að hækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert