25 létust í sprengingu við kirkju

Egypskar öryggissveitir á vettvangi í morgun.
Egypskar öryggissveitir á vettvangi í morgun. AFP

Að minnsta kosti 25 létu lífið í sprengingu við kristna kirkju í Egyptalandi í dag. Þá eru tugir særðir.

Sprengingin varð við kirkju heilags Pétur í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Á myndum og myndskeiðum af vettvangi má sjá að kirkjan er töluvert skemmd, með sprungna glugga og brotið þak.

Sprengingin varð um klukkan 10 að staðartíma, þ.e. klukkan átta að íslenskum tíma.

Samkvæmt egypskum miðlum hefur innanríkisráðherra landsins, Magdi Abdel-Ghaffar, og yfirmaður öryggismála rannsakað vettvanginn.

Kirkjan tilheyrði stærstu kirkju­deild krist­inna manna í Egyptalandi, Coptic, en um 10% egypsku þjóðarinnar tilheyra henni. Kirkjan stendur á móti kirkju heilags Mark en þar eru höfuðstöðvar rétttrúnaðarkirkjunnar í Egyptalandi.

Nokkur ólga hefur verið á svæðinu en í gær létust sex lögreglumenn skammt frá pýramídunum í Giza í sprengingu við eftirlitsstöð. Er þetta blóðugusta árás á öryggissveitir í borginni í meira en hálft ár. Nýlega stofnaður skæruliðahópur, Hasm, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Sóknarbörn Coptic-kirkjunnar hafa lengi kvartað yfir mismunun í sinn garð en meirihluti Egypta eru múslimar.

Tveir voru drepnir fyrir utan kirkju heilags Markúsar árið 2013 þegar að fólk var að syrgja dauða fjögurra kristinna manna sem létu lífið í trúarlegum átökum við íbúa í nágrenninu.

Þá voru þrír kristnir unglingar dæmdir í fimm ára fangelsi fyrr á árinu fyrir að móðga íslam. Þeir höfðu birst í myndbandi þar sem þeir gerðu grín að bænahaldi múslima. Héldu þeir því fram að þeir hefðu verið að gera grín að hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í myndbandinu, ekki íslam.

Við vettvang sprengingarinnar í gær þar sem sex lögreglumenn létu …
Við vettvang sprengingarinnar í gær þar sem sex lögreglumenn létu lífið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert