66 ára og enn að verpa

Viska liggur á eggi sínu á eyju á Hawaii. Hún …
Viska liggur á eggi sínu á eyju á Hawaii. Hún er 66 ára.

Elsti sjófugl heims svo vitað sé á von á ungum. Þar er á ferðinni 66 ára gamall albatros sem fengið hefur nafnið Wisdom eða Viska. Hún hefur nú verpt eggi og er þar með talinn elsti villti fuglinn sem slíkt gerir. Viska heldur til í griðlandi fugla á Saneyju sem er hluti af Hawaii. Hún hefur verpt á eyjunni í sex áratugi.

„Starfsmenn friðlandsins voru steinhissa er hún sneri aftur í ár og verpti,“ segir Charlie Pelizza, yfirmaður friðlandsins.

Viska var merkt í fyrsta sinn árið 1956. Frá árinu 2006 hefur hún komið níu ungum á legg. Þá hefur hún flogið um 4,8 milljónir kílómetra á ævi sinni.

Maki hennar, Akeakamai, var í námunda við hreiðrið þeirra síðast þegar sást til hans.

Hvergi í heiminum má finna fleiri albatrosa enn í Midway Atoll-friðlandinu á Hawaii.

Albatrosar eyða um 90% af æviskeiði sínu á flugi. Þeir fljúga þúsundir kílómetra á hverju ári í leit að fæðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert