Loksins meira ljós á áformin

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Bresk stjórnvöld hafa „loksins varpað aðeins meira ljósi“ á áform sín um að segja skilið við Evrópusambandið. Þetta sagði Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, í dag í kjölfar ræðu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um áherslur ríkisstjórnar hennar varðandi fyrirhugaða úrsögn landsins úr sambandinu.

Frétt mbl.is: Verða utan innri markaðar ESB

„Við fögnum því þeirri staðreynd að breski forsætisráðherrann hefur í dag skissað upp áform ríkisstjórnar hennar varðandi útsögnina og loksins varpað aðeins meira ljósi á fyrirætlanir Breta,“ sagði Steinmeier. Fagnaði hann því enn fremur að May hafi lagt áherslu á að Bretland vildi eiga í jákvæðu og uppbyggilegu samstarfi við Evrópusambandið.

„Það er gott. Við viljum einnig eins gott, náið og traust samband og mögulegt er og vonumst eftir uppbyggilegum viðræðum með það að markmiði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert