20 slökkviliðsmenn létu lífið

Slökkviliðsmenn í Teheran.
Slökkviliðsmenn í Teheran. AFP

Að minnsta kosti 20 slökkviliðsmenn létu lífið í Teheran, höfuðborg Írans. Þeir voru inni í 15 hæða byggingu sem hrundi til grunna þegar eldsvoði kom upp.

Slökkviliðsmaðurinn, Mohammad Bagher Ghalibaf, sagðist hafa minnst að minnsta kosti 20 vinnufélaga sína við ríkissjónvarpið í Íran. Sýnt var beint frá því í sjónvarpinu þegar byggingin hrundi til grunna. Samkvæmt BBC er óttast um líf 25 slökkviliðsmanna. 

Frétt mbl.is: Ótt­ast um líf slökkviliðsmanna

Eldurinn kom upp á efstu hæðum byggingarinnar sem var byggð árið 1962 og var elsta háhýsi borgarinnar.  

Brunavarnareftirlitið hafði gert fjölmargar athugasemdir vegna brunavarna í byggingunni. Eigendur byggingarinnar fór ekki eftir tillögunum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert